Festi hf.: Ákvörðun um að hefja formlegt söluferli á eignarhlutum Festi og Olís í Olíudreifingu ehf.

Source: GlobeNewswire
Festi hf.: Ákvörðun um að hefja formlegt söluferli á eignarhlutum Festi og Olís í Olíudreifingu ehf.

Í tilkynningu Festi, dags. 10. apríl 2024, var m.a. frá því greint að félagið og Olís, dótturfélag Haga, hefðu komist að samkomulagi um að hefja undirbúning sölumeðferðar á eignarhlutum félaganna í Olíudreifingu ehf. („Olíudreifing“).

Í framhaldi af þeirri undirbúningsvinnu sem átt hefur sér stað hafa Festi og Olís komist að samkomulagi um að hefja í dag formlegt söluferli á eignarhlutum félaganna í Olíudreifingu.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falin umsjón með söluferlinu en unnt er að nálgast frekari upplýsingar um ferlið á netfangið project_stream@islandsbanki.is.

Nánar verður upplýst um framgang söluferlisins um leið og tilefni er til.   

Olíudreifing er 60% í eigu Festi og 40% í eigu Olís. 
Félagið er mikilvægt innviðafélag hvað varðar birgðahald og dreifingu á eldsneyti á Íslandi.

Þessar upplýsingar eru birtar í opinberlega samræmi við upplýsingaskyldu Festi hf. skv. reglugerð Evrópusambandsins um markaðssvik nr. 596/2014 (MAR), sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum. Upplýsingarnar varða ákvörðun um að hefja söluferli á eignarhlutum í Olíudreifingu ehf. sem töldust fela í sér innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. MAR.  Tilkynning þessi er gerð opinber af Sölva Davíðssyni, regluverði Festi hf., í samræmi við upplýsingaskyldu félagsins samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055. Upplýsingarnar voru opinberlega birtar kl. 17:00.